top of page

Við byrjuðum á því að finna rannsóknarspurningu. Við vorum lengi að ræða saman og þurftum við að gera það nokkrum sinnum því að við vissum ekkert hvaða umfjöllunarefni við ætluðum að hafa. Að lokum komumst við svo að niðurstöðu og vildum við hafa fæðubótarefni.

 

Síðan byrjaði bara verkefnavinnan. Við gerðum kannski aðeins öðruvísi en allir aðrir því við byrjuðum strax á kynningunni. Það gerði samt ekkert til. Svo gerðum við könnun á Google og deildum henni á Facebook og á fleiri stöðum. Við vorum mjög ánægðir með svörin og við fengum yfir 60 svör.

 

Þarna var kynningin komin á gott ról og þá byrjuðum við á vefsíðunni. Það gekk frekar vel og erum við komnir með ágætis vefsíðu.

 

Síðan seinustu daganna vorum við að klára og gera tilbúið. Básinn, kynninguna, heimildirnar, heimasíðuna og bara allt. 
 

Vinnuferlið

bottom of page